Kristinn Rúnar Kristinsson
Ég er 27 ára Kópavogsbúi í húð og hár. Gallharður Bliki í fótboltanum en ég var síðan í tvö ár í Haukunum í körfunni frá 2007-2009. Þar mynduðust mikil tengsl, þannig að ég myndi segja að ég sé Bliki í fótboltanum og Hawks-ari í körfunni... Ég er að berjast fyrir vitundarvakningu um geðsjúkdóma í landinu. Sjálfur er ég með geðhvörf, það lýsir sér í djúpu þunglyndi og svo mikilli maníu (oflæti). Um 80% tímans er ég samt einkennalaus og t.d. yfir þriggja og hálfs árs tímabil frá 2011-2014 var ég alveg stabíll og frábærir hlutir gerðust. Þunglyndið byrjaði þegar ég var tólf ára en manían kom inn árið 2009 þegar ég var tvítugur. Þar með var ég greindur með geðhvörf en veikindin eru hluti af mér sjálfum og hef ég lært gríðarlega mikið af þeim öll þessi ár. Ég myndi aldrei skipta sveiflunum út fyrir „hið venjulega líf". Geðsjúkdómar eru ekki til að skammast sín fyrir, galopnum umræðuna :)
Athugasemdir
Akkúrat það sama og ég var að hugsa um, óþolandi, eins og trilljón býflugur suði í hausnum á þér!!! og svo heyrir maður ekkert í þulunum, maður hefði haldið að tæknimenn gætu stýrt þessu þannig að þulur væri með meiri styrk en suðið og lætin á vellinum????
Guðmundur Júlíusson, 12.6.2010 kl. 01:53
Akkúrat Guðmundur, maður skilur þetta ekki. Ég vona að þetta hljóðfæri verði tekið úr umferð sem fyrst!
Kristinn Rúnar Kristinsson, 12.6.2010 kl. 02:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.