Illa sett upp af blaðamanni

Kæri blaðamaður sem skrifaði þess frétt, ég vona að þú lesir þetta, hugsir þinn gang rækilega og merkir fréttir framvegis þínu nafni svo það sé hægt að ná í þig.

Hvernig á það að vera möguleiki að upplýsa og fræða landann um geðsjúkdóma þegar þið á mbl.is fjallið almennt ekki um þá, og þegar þið gerið það þá gerið þið það illa og setið bara upp dökka mynd. Það eina sem þú segir í þessari frétt um manninn er að "Í ljós kom að maður­inn er 39 ára og bú­sett­ur í Georgíu í Banda­ríkj­un­um. Hann glím­ir meðal ann­ars við geðhvarfa­sýki og þá hef­ur hann hlotið fang­els­is­dóm fyr­ir ýmsa glæpi". "Glímir við" hvað veist þú um það? Veist þú eitthvað um sjúkdóminn? Ég held ekki. Bara svo að ég fræði þig aðeins þá eru 40% þeirra sem hafa fengið verðlaun sem ljóðskáld í heiminum með geðhvarfasýki. Þvílíkt frjó hugsun og mikil framkvæmdagleði en sjúkdómurinn getur verið skæður séu menn í mikilli óreglu.

Ég hvet þig til að senda mér línu á kryddi@gmail.com ef þú vilt fræðast betur um sjúkdóminn og í leiðinni fræða fólkið okkar betur.

Kv. Kristinn Rúnar


mbl.is Sögðu sæðisgjafann snilling
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband