Ég var þarna á föstudaginn í smá tíma og ég hitti 2 bekkjarsystur litla bróðir míns sem er í 9.bekk, 14 ára! Ég spurði þær hvernig þær komust inn og þær sögðust hafa notað sama kortið frá stelpu sem er 18 ára, semsagt önnur fór inn, lét stelpu sem er 18 ára sem þau þekktu fara út og rétta hinni kortið og þá fór hún inn.
Annars skil ég ekki af hverju það er 18 ára inn og ekkert mál að kaupa sér áfengi, hélt að maður þyrfti að vera tvítugur til að kaupa mjöð og annað áfengi.
Unglingadrykkja á Tropical | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Samt,
Af 150 manns sem þarna voru inni þá eru 8 undir aldri ekki brotabrot af því sem gerist á svipuðum stöðum í miðborg Reykjavíkur. Ég er ekki frá því að ef lögreglan myndi gera það sama við t.d. Hverfisbarinn þá kæmu upp úr krafsinu ansi margar stelpur undir átján ára aldri.
Atli (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 10:36
Já ég held að Hverfisbarinn myndi fljótt missa leyfið ef löggan færi þangað inn...
veit dæmi einmitt um 14 og 15 ára smábörn þarna inni, enda megin ástæðan fyrir því að ég er hætt að fara þangað!
Guðný (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 13:37
Hvað eiga dyraverðir að gera þegar allir eru með skilríki?? Það er ekkert hægt að stoppa þetta alveg svo eru krakkarnir bara svo heimskir að þegar löggan kemur þá ljúga þeir öllu uppá staðinn. Ég hef mjög oft farið á klúbbinn og ég sé ekki marga sem eru ekki beðnir um skilríki... Hvað á að gera þegar allir eru með skilríki við innganginn?? Það er ekki hægt að kenna staðnum um þetta... ÁFRAM KLÚBBURINN
Simmi (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 18:14
Krydd á kantinn! vissi ekki að þú værir moggabloggari! gerðu mér nú samt þann greiða að verða ekki blogg vælari eins og sumar móðursjúku mæðurnar hérna hehe.. mar verður alveg geðveikur á því :D
Jónas #54 (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 19:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.